Fćrsluflokkur: Bloggar

Usama the Taliban

I dag hittum vid ekta Talibana i mosku i Lahore. Hann kynnti sig sem Usama og sagdi okkur fraegdarsogur af sjalfum ser i bardogum gegn bandariskum hermonnum i Kandahar. Vid tylltum okkur nidur med honum, snaeddum is og uthududum Zionistum og Nordanmonnum. Eftir ad hafa sed ad vid vorum a hans bandi kom hann med ansi ahugaverda tillogu.

Planid var svohljodandi: 

  • Vid myndum i nott fara med honum til baka til Peshawar.
  • Fra Peshawar myndum vid fara i heimabaeinn hans, Darra Adam Khel og byrgja okkur upp af vopnum og skotfaerum. I Darra gera menn ekkert nema ad smida byssur, tjekkid linkinn!
  • Thadan er ekki nema dagsleid (yrdi reyndar farid i skjoli naeturs) yfir landamaerin til Afganistan.
  • Thar gaetum vid slegist i hop med starfsbraedrum hans og "barist i allt ad tvo daga inshallah" adur en haldid yrdi til baka.
Skeggvoxturinn minn er augljoslega farinn ad skila ser. Bara spurning hvort ad British Airways endurgreidi flugmida...

P.s. Hvorki eg ne Krissi hofum neitt a moti Bandarikjamonnum.

Flottamannabudir

Adur en eg kvarta naest yfir thvi ad vinnan min se of erfid eda leidinleg aetla eg ad hugsa til krakkanna i mursteinaverksmidjunni i afgonsku flottamannabudunum i Peshawar. Oftast vinnur oll fjolskyldan saman vid thad ad mota, baka og flytja mursteina undir berum himni i sumarhitanum sem getur farid upp i 50 gradur. Einhver laug thvi ad mer ad vid brennsluofnana faeri hann upp i 80 gradur, tala sem eg gaeti vel truad eftir ad hafa stadid vid einn slikan. Vinnutiminn er 10 timar a dag, 7 daga vikunnar. Fyrir ad framleida 1000 mursteina fast rumar 300 kronur, peningur sem faeda a fjolskyldu sem getur samanstadid af 20 manns. Thvi thurfa allir sem geta ad leggja hond a ploginn sem thydir ad fyrir yngstu medlimi fjolskyldunnar gefst enginn timi fyrir skola.

 Flestir thessara flottamann fludu i kringum 1979 thegar Afganistan atti i stridi vid Sovetrikin. Vid hittum fyrir fyrrverandi kennara og loggu sem sogdust vel geta hugsad ser ad snua aftur til heimalandsins en gaetu ekki sokum peninga- og eignaskorts. Auk thess neydast margir til thess ad taka lan hja vinnuveitendanum vegna slysa eda veikinda og eru thvi bundnir i vinnu. 

Vid utjadur thessarar leireydimerkur var ad finna storan, skuggsaelan gard med throskudum plomum. Eg og Krissi stalumst i nokkrar og tokum med til baka i verksmidjuna en thratt fyrir obaerilegan hita vildi enginn thyggja thaer. "Vid bordum ekki stolinn mat", var okkur sagt.  


Hofdinginn

Gestgjafinn okkar i Peshawar, hann Kausar Hussein, hefur sed til thess ad okkur hefur ekki leidst undanfarna daga og hefur verid duglegur vid ad fara med okkur um baklond NWFP (North-West frontier province, herad vid landamaeri Afganistan).

 Einn af theim stodum sem vid heimsottum var hinn alraemdi Smugglers' Bazaar. Thar er haegt ad finna fartolvur og fryggdarlyf og allt thar a milli, flestu smyglad fra Afganistan. A theim hluta hans sem er ekki aetladur ferdamonnum er hondlad med skotvopn og heroin undir berum himni um midjan dag. A thessum agaeta basar hittum vid fyrir hofdingja Afridi aettbalksins sem raedur logum og lofum a thessu svaedi. Hofdinginn var litill feitlaginn madur sem virtist gera litid annad en ad liggja upp i sofa i vel loftkaeldri skrifstofu (eitthvad sem madur finnur ekki hvar sem er), umkringdur minjagripum fra Vesturlondum. Hann staerdi sig af thvi ad i aettbalknum hans vaeru 70.000 manns sem vaeru tilbunir til ad berjast fyrir sig og syndi okkur svo vopnaburid sitt. Hann gerdi ospart grin ad thvi hversu klaufalegir vid vorum i kringum sprengjuvorpuna hans og sagdi ad 5 ara krakkar kynnu a slikan bunad a thessum slodum. Thess ber ad geta ad varpan var hladin.

Thvi naest syndi hofdinginn, eda ollu heldur skosveinar hans, okkur myndband af 15 ara fraendum hans i skotbardaga vid Talibana sem hofdu haett ser inn a yfirradasvaed aettbalksins. Enntha meira truflandi var klukkutima langt "mixteip" sem vid horfdum a og sem syndi iraskar leyniskyttur fella lidsmenn ur setulidinu med tilheyrandi "slow-motion" endursyningum. Their sem hafa ahuga a ad graeda skjotan aur (Joi?) geta reynt ad setja sig i samband vid hann thvi hann bydur 10 g af heroini a skitinn thusundkall. Eg gaeti truad thvi ad gotuverdid i Reykjavik se toluvert haerra.  

I NWFP eru sjo svona aettbalkar sem allir eru utan vid Pakistanska logsogu. Eins og hofdinginn sagdi: Ef thu drepur mann vid hradbrautina tekur loggan thig, ef thu drepur mann 16 fetum fra hradbrautinni er mer ad maeta. Aettbalkarnir samanstanda af Pastjunum sem hafa sinar eigin sidareglur, theirra mikilvaegust er hefndarskyldan og heyrir madur frettir af hefndarmordum nanast daglega. Sidvendi er theim lika hjartans mal; ef kona thykir eiga ologlegt samneyti vid karlmann (stutt spjall gaeti flokkast undir ologlegt samneyti) liggur daudarefsing vid sem fadir sokudolgsins a ad framfylgja. Adspudur hvernig ungt folk slaegi ser upp svaradi felagi okkar thvi ad oftast saeju foreldrarnir um hjuskaparmidlun. Fraenka eda fraendi vidkomandi thykir oft besti kosturinn. 


Madrasha skolinn og fleiri aevintyri

Thad er ekki hverjum degi sem ad madur faer ad heimsaekja madrasha-skola, islamskan truarskola (nema natturlega ad madur se nemandi i thess konar skola). Vid attum pantad vidtal vid skolastjora og nemendur eins thessara umdeildu skola i utjadri Peshawar. Fjolmargir Madrasha skolar eru starfraektir i Pakistan og vidar i muslimaheiminum.

I thessum tiltekna skola eru 150 nemendur, sem ymist bua i skolanum og laera allan daginn eda maeta adeins i kvoldskola. Nemendurnir sem eru a aldrinum 12 til 25 ara thurfa ad hafa lokid akvednu grunnnami i almennum skola og fa tha inngang i Madroshuna. Namid tekur venjulega 8 ar og eftir thann tima eru nemandinn ordinn Mulla og getur kennt odrum um Islam og stjornad ymsum truarlegum athofnum.

Nemendurnir eru margir hverjir ur fataekum truudum fjolskyldum og ymsir koma langt ad. Flestir byrja a ad laera koraninn utanbokar og tekur thad u.th.b. 2 ar (3 ar ef thu ert latur var okkur sagt). Svo laera menn islamska heimspeki, arabisku, lesa utskyringar a koraninum og ymislegt fleira.

Madrasha stofnanirnar hafa undanfarid oft verid sakadar um ad studla ad hrydjuverkum og odru ofbeldi. Thessu visar skolastjorinn a bug og sakar vestraena fjolmidla um rogburd og lygar. Hann fordaemir sjalfsmordsarasir og segir thaer engan veginn samraemast koraninum. Hann vildi tho ekki utiloka thad ad sjalfsmordsprengjuvargar faeru til himnarikis thar sem ad their vaeru ad gera thad eina sem their gaetu, flestir hofdu misst fjolskyldur og lifibraud i adgerdum bandarikjamanna. Hann taladi um fridarbodskap Islam og eins og flestir Pakistanar taladi hann um George Bush sem mesta hrydjuverkamanninn.

Vid raeddum ymisleg malefni vid skolastjorann og nemendurna, baedi vardandi skolann sjalfan og Islam almennt. Thad var skemmtilegt og fraedandi spjall og svaradi hann ymsum spurningum sem hafa brunnid a okkur i langan tima.

Eftir heimsoknina i skolann kiktum vid i Pakistanskt brudkaup sem okkur hafdi verid bodid i ut a gotu kvoldinu adur. Adeins karlmenn voru a svaedinu, konurnar heldu sina veislu innan veggja heimilisins. Vid vorum ad sjalfsogdu heidursgestirnir og snaeddum vid hlid fodur brudgumanna (their voru tveir) og rikustu manna svaedisins. Ad sjalfsogdu var ekkert afengi a svaedinu en gridarlegt magn af Mountain Dew-i (sem er vinsaelasti gosdrykkurinn her). Skemmtilegast thotti Eysa ad nokkrir veislugestir maettu med byssurnar sinar i brudkaupid, skotvopn thykja mikid stodutakn i landinu.

I odrum frettum er thad ad vid fljugum til Kastrup CPH thann 26.juni med stuttu stoppi a Deathrow flugvelli i London. I Danaveldi mun eg virkilega baeta fyrir bjorskort sidustu manada a Hroarskelduhatidinni. Eysi mun ad ollum likindum bara halda sig a Nordurbru enda getur hann omogulega imyndad ser ad yfirgefa muslimann.


Uppgjof

Sunday
Clear  
109° F | 80° F
43° C | 27° C
 
 Thessa dagana er hitinn naestum thvi obaerilegur i Peshawar. Eythor festir ekki svefn a naeturnar vegna mikillar svitamyndunar og er Shalwar Qamiz-inn (pakistanski klaednadurinn) avallt gegnumblautur. I dag gafumst vid svo loksins upp. Vid fludum hitann, mengunina og eymdina i borginni og heldum a 5 stjornu hotelid Pearl Continental. Hotelid er loftkaeld vin i eydimorkinni, med skrudgard, skrautfuglum, sundlaug og gourmet veitingastodum. Vid veltum thvi meira ad segja fyrir okkur ad borga okkur inn i sundlaugina en gerdum okkur svo grein fyrir thvi ad fyrir thann pening hefdum vid getad keypt 120 litra af floskuvatni og gert okkar eigin sundlaug. Vid akvadum thvi ad panta djus og sitja i anddyrinu i nokkra klukkutima. Thegar ad starfsfolkid var farid ad lita reidilega a okkar toldum vid rettast ad halda aftur ut i hitann og mannthrongina. 

Dagur i Peshawar

I gaer tha:

  • Heimsottum vid Talibana
  • Var okkur bodid i pakistanskt brudkaup
  • Drap Krissi naestum einfaldan kotbonda sem var a rolti um land sitt
  • Sottum tima i ensku skola a aettbalkasvaedi rett utan vid Peshawar

Meira um thad allt sidar ef eitthvad lat verdur a rafmagnsleysinu sem hrjair Pakistan

 Dsc01933

Rett i thvi sem Kristjan hleypir af labbar heimamadur nidur holinn sem skotmarkid var a.

Hann kippti ser litid upp vid skothridina.

 Dsc01946

Fagmennska

 


Kalash folkid

Thad var endurnaerandi eftir 3 manudi i muslimaheiminum ad koma i Kalasha dalanna i Nord-vestur landamaerafylkinu i Pakistan.

Kalash folkid er famennur thjodflokkur med frumstaed truarbrogd sem hefur haldid sig i thremur afdolum a Chitral svaedinu allt fra timum Alexanders Mikla (sagan segir ad thau seu afkomendur hermanna hans). Thad er otrulegt ad folkid hafi haldid i tru sina og menningu thratt fyrir itrekadar tilraunir muslima til ad sida thad til. 

Kalash folkid adhyllist truarbrogd sem ganga ad mestu leyti ut ad slatra geitum (til heidurs gudunum), halda tryllt party (til heidurs gudunum) thar sem dansad er og drukkid vin. Konur eru alitnar ohreinar (serstaklega a blaedingum, tha eru thaer sendar i einangrun i serstakt hus i utjadri baejarins) og fa adeins nokkrum sinnum a ari sjens til ad vera jafnretthaar korlunum. Thaer klaedast allar hefdbundnum Kalash klaednadi sem er einstaklega litrikur og skemmtilegur.

Adeins i staersta baenum er rafmagn ad fa (a kvoldin) en engan sima er ad finna a ollu svaedinu. Thad eru adeins 20 ar fra thvi ad almennilegur vegur var lagdur til dalanna fra nagrannaborginni Chitral. A veturna lokast vegurinn osjaldan i allt ad tvaer vikur i senn fyrir fannfergi. Thad var adeins tha sem ibuarnir sau ser thann kost vaenstan ad taka upp notkun peninga sem var othekkt fyrirbaeri (eda allavega onotad) fram ad thvi. Heimamenn eru flestir sattir vid sitt, tho ad sumir flytji til borganna i von um betra lif halda sig flestir i hinum rolegu, einfoldu og afskekktu heimkynnum sinum.

Hver Kalasha storfjolskylda lifir i einskonar kommunufyrirkomulagi. Skemmtilegt er ad ordin fraendi og fraenka eru ekki i ordabok aettflokksins en fraenkur og fraendar eru kollud braedur og systur, fodurbreadur og systur eru mamma og pabbi, og allt gamalt folk i fjolskyldunni eru afi og amma.

Eftir ad ferdamenn uppgotvudu hina einstaedu menningu Kalash folksins hafa Muslimar flutt sig naer thvi og lifa thessir tveir truarbragdaflokkar i nokkud godri satt.  I sveitum Chitra-herads er astandid tho ekki eins og best verdur a kosid, fyrir utan rafmagns og simaleysi er atvinna af mjog skornum skammti, adeins 30% ibuanna hafa fasta atvinnu. Hinir virdast gera litid annad en ad reykja hass allan daginn. Veturnir eru vist enntha letilegri ad sogn heimamanns. 

Heimsoknin i dalina var vissulega mognud thratt fyrir ad myflugurnar hafi sott ospart i gaedablod Eysa. 

Myndir eru ad hladast inn og aesispennandi frasagnir fra Peshawar eru naest a dagskranni! Usss...

 k

 

 

Dsc01868

 

Kalash-fjolskylda i fullum skruda. Konurnar eru ekki mjog hrifnar af myndatokum en vid fengum ad taka nokkrar myndir. Pakistanskir kunningjar okkar voru ekki jafn heppnir, kerlingarnar kostudu steinum i tha thegar ad their gerdu sig liklega til ad smella af.


Heyrt a interkaffihusi i Pakistan

Turisti: Wow, there was a huge suicidebombing in Islamabad!

Starfsmadur internetkaffihussins: No, it was only medium sized...

---

Folk virdist vera ollu vant herna og thegar bornar eru saman innlendar frettavefsidur vid mbl.is kemur i ljos ad adeins brot af sprengjuarasunum berast islendingum til eyrna. I dag letust t.d. thrir thegar tolf verslanir voru sprengdar upp, meirihlutinn geisladiskabudir. A thessu svaedi, i nagrenni Peshawar, rada Talibanar lofum og logum og hofdu their gefid verslanaeigendum vikufrest til thess ad fjarlaegja alla tonlist, mynbond og plakot ur budum sinum. Their hlyddu greinilega ekki.

I "sverdaversunum" i Koraninum er truudum skipad ad berjast gegn skurdgodadyrkendum (e. idolators) og hafa Talibanar tekid thessa barattu serstaklega alvarlega. Med mistulkunum og afbokunum a versum Koransins hafa their sumse komist ad theirri nidurstodu ad Gud tholi hvorki tonlist ne plakot.

Nu litur allt ut fyrir thad ad dagar Pervez Musharraf seu a enda eftir 9 ara einraedisstjorn med tilheyrandi spillingu, kosningasvindlum og mordum a andstaedingum. Musharraf var tho George W. Bush ad skapi enda for hann mikinn i "stridinu gegn hrydjuverkum" og fekk fyrir vikid haar fjarhaedir fra Bandarikjastjorn. Nyja stjornin hefur hinsvegar gert samning vid Talibana a thvi svaedi sem sprenginarnar attu ser stad og lofad theim ad hafa sin eigin Sharialog med tilheyrandi grytingum og utlimahoggvunum. Annar helmingur nyju stjornarinnar er Asif Ali Zardari, fyrrverandi eiginmadur Benazir Bhutto, sem sat i fangelsi i 8 ar vegna spillingar. Thad er enginn vafi a thvi ad nyja stjornin verdur spillt, spurning er bara hversu spillt hun verdur og hversu blodug valdaskiptin verda. Thad aetti ad koma i ljos 6. juni thegar thingid tekur til starfa.

A medan holdum vid felagarnir okkur fra stjornarbyggingum, veitingahusum thar sem stjornmalamenn borda, geisladiskabudum og kvikmyndahusum (thau hafa lika fengid hotunarbref fra bokstafstruarmonnum).

P.s. Heimamadurinn vid hlidin a mer var ad lesa um Island a wikipedia.org. Sidan for hann ad lesa um ny-nasisma og er i augnablikinu ad lesa um Lee Harvey Oswald... 

20020213-3

Perves og Goggi a godri stundu. Nu eiga their badir skammt eftir af stjornarferlinum og aettu thvi ad hafa naegan fritima til ad sprella saman.


Heim i Hunza dalinn

Eftir 4 daga gongu yfir hinn torfaera Batura jokul erum vid komnir i hinn margromada Hunza-dal sem er fyrirmynd Shangri-La ur meistaraverkinu Lost Horizon eftir James Hilton 

Gangan var strembin sokum matareitrana, meidsla, vatns- og matarskorts. Vid gengum innan um 8000 m haa tinda i teymi vid svissneska fjallaljonid Marco og hollenska bogasmidinn og furdurfuglinn Hendrik. Haest nadum vid taeplega 4 km haed (Hvannadalshnjukur er skitnir 2109.6 m og fer minnkandi) thar sem Kristjan fekk osk sina uppfyllta og spiladi krikket vid heimamenn. Ibuarnir beita geitum sinum a thessu svaedi a sumrin og hafast vid i litlum grjothrugum. Voru their svo almennilegir ad splaesa a okkur a ferskri geitamjolk og gefa okkar athvarf i einni hyttunni. Thar kludradi Kristjan algorlega matseldinni med thvi ad ofsjoda thad litla spagetti sem vid hofdum. Natturubarnid Marco hafdi thad ad venju ad malla afganskt te eftir gongu dagsins sem kaetti avallt mannskapinnn. Yfir vardeldinum raeddum vid svo strengjafraedi, kjarnaklofning og kosti og galla frjals markads.

Thad fer vel um okkar felagana i thessari natturuparadis og hofum vid ekki gert upp vid okkur hvenaer vid holdum i mengun og aesing landamaerabaejarins Peshawar.  Ekki er verra ad her er haegt ad fa heimabruggad Hunza-vin og smygladan heineken a 500 kall (jafndyrt og 5 naetur a hoteli).

 

875246184_fa8a78e819
Fjoll
68583935.SLxALBLY.106PICT0039144
Batura jokullinn
pak0006
Hunza-dalurinn
k&e

Aumingjaskapur!

30 tima lestarferdin fra Quetta til Rawalapindi var ekki skemmtileg. Serstaklega i ljosi thess ad deginum adur vorum vid svo snidugir ad borda hadegismat hja gotusala. Thid getid reiknad ut hvernig thad endadi.

I Rawalapindi fengum vid okkur agaetis hotelherbergi og logdum mikla aherslu a ad thad vaeri med gourmet klosetti. Vid nadum adeins ad kikja a Pindi og tviburaborgina Islamabad en eyddum tho mestum tima a hotelherberginu.

Eftir nokkra daga a hofudborgarsvaedinu tokum vid svo sameiginlega akvordun um ad haetta thessum aumingjaskap og heldum enn a ny i langa rutuferd. I thetta skipti voru thad (ekki nema) 20 timar. Heldum vid i norduratt upp hinn storkostlega Karakoram-fjallveg til Gilgit.

I augnablikinu erum vid ad leggja a radin um einhverja aevintyralega fjallgongu um nagrennid. Naest haesti tindur heims (og jafnframt sa haettulegasti) K2 er herna handan vid hornid, spurning hvort madur reyni vid hann...

myndir koma mogulega kannski bradum (lofum engu)

K1


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband