31.3.2008 | 21:06
5 verstu kaup ferdarinnar
1. Ilmvatnid i Cairo (Egyptaland)
Fyrsta kvoldid i Cairo vorum vid ekki alveg bunir ad fatta hvernig hlutirnir ganga fyrir sig i Egyptalandi. Vinalegur ilmvatnssali baud okkur inn til sin i te, vid akvadum audvitad ad thiggja thad. Eftir ad hafa synt okkur mynd af ser med Muhammed Ali, raett um Island og synt okkur vinabokina sina (thar sem ad allra thjoda kvikindi hofdu skrifad um gaesku solumannsins) var snuid ser ad vidskiptum. Fyrst byrjadi hann rolega, leyfdi okkar ad lykta af hinum ymsu ilmum og sagdi okkur i smaatridum fra innihaldinu. Eins og alvoru randyr fann hann veikasta hlekinn i hopnum, Eythor, og gerdi harda atlogu ad honum. Thegar ad solumadurinn for ad hitna tok hann Eysa ut med ser og raeddi vid hann einslega. Thegar ad their komu inn var Eysi, einu ilmvatni rikari en fullt af peningum fataekari. Eftir thad var stridid tapad. Hinn illi solumadur herjadi a samvisku mina, thetta var sidasta spilid i erminni en thad allra lumskasta og ogedfelldasta. Thegar ad vid gengum ut helt Eysi a ilmvatni handa konunni i obrjotanlegri flosku (alveg satt) og Eg a helmingi minni flosku med godri lykt handa mommu minni (endadi svo a ad gefa belgiskum stelpum hana, sorry mamma).
2. Kjuklingurinn i Hama (Syrland)
Thad vita thad allir sem hafa ferdast um Austurlond naer ad klosettin eru vidsvegar ekki upp a marga fiska. Arabar geta omogulega thekkt tha ljufu anaegju ad lesa bladid eda hugsa um lifid og tilveruna a medan madur gerir tharfir sinar. Thad er nefnilega omurlegt ad kuka i thessar bolvudu holur (sem oftar en ekki eru yfirfullar af haegdum) og ad skola rassinn a ser med gardslongu. Eysi a serlega erfitt med thetta og hefur thegar verst hefur latid sleppt urgangslosun i 4-5 daga. Eitt orlagarikt kvold var honum ordid einstaklega mikid mal en vildi omogulega skita i illa lyktandi Hostelholuna (skil thad vel). Thvi akvadum vid ad skella okkur a agaetis veitingastad til ad nota postulinid. Hvorugur okkar var serstaklega svangur en ju, eitthvad vard ad gera. Vid settumst nidur og pontudum okkur kjukling sem kostadi dagodan pjening. Eythor reid a vadid og gekk inn a kamarinn. Minutu seinna kom hann fram og settist nidur. Klosettid var jafn vont ef ekki verra en Hostel-holan. Thar med satum vid uppi med ogrynni af kjukling en enga list. Audvitad pindum vid hann i okkur enda a tight budget, tha gaetum vid sleppt thvi ad borda morgunmat i fyrramalid. Sagan endar svo daginn eftir thegar ad Stora-E stalst inn a annad herbergi hostelsins sem var med einkapostulinsklosett. Eg stod vord a medan.
3. Landamaerapeningurinn (Jordania)
Allir vita ad landamaeraverdir eru fifl, thad vita thad hins vegar ekki allir ad peningaskiptigaurarnir a landamaerum Syrland og Jordaniu eru erkififl. Vid komumst ad thvi ad eigin raun fyrir orfaum dogum. Thar sem ad vid vorum med fulla vasa af Libonskum peningum fannst okkur frabaer hugmynd ad skipta theim tharna (enda storsnidugt ad eiga Jordanska peninga i Jordaniu). Eg byrjadi ad stokkva med minn pening, rumlega 50.000 Libonsk pund. Fyrir thau fekk eg 25 Jordanska Dinara. Nokkrum minutum sidar for Eysi med sin 100.000 pund og kom aftur himinlifandi med 25 JD. Thvi midur uppgotvudum vid ekki svindlid fyrr en eftir halfa leid inn i Amman.
4. Moskitovornin (Islandi)
Hun gerir ekkert gagn!
5. "Strippstadurinn" i Aleppo (Syrland)
Sidasta kvoldid i Aleppo var klarlega thad eftirminnilegasta. Vid roltum nidur i almenningsgard i nagrenni hotelsins, thar stendur stytta af Assad fyrrv. forseta landsins, gosbrunnur og fleira huggulegt. Gardurinn var trodfullur af heimamonnum (og tha meina eg alveg 17.juni fullur) sem gengu um med vinum, hjoludu a fjallahjolum, satu a bekkjum med fjolskyldunni og reyktu nargileh (vatnspipu) a gangstettarbrunum. Thad var greinilegt ad almenningsgardurinn var stadurINN um kvoldmatarleitid a fostudogum. Hatidarstemmningin var thad mikil ad vbi akvadum ad skella okkur i bestu fotin okkar og fara a adeins dyrari matsolustad en venjulega. Med matnum fengum vid okkur lokal-bjorinn og komumst i godan gir. A leidinni heim saum vid skilti: SUPER NIGHT CLUB. Hmmmm.... Ofur-naeturklubbur? Thad var adeins ein leid ad komast ad thvi af hverju hann var ofur. Vid settumst inn og pontudum okkur meira af Syrlandsbrugginu.
samskipti okkar vid thjoninn voru svona:
Kristjan: One Beer.
Thjonn: One Beer...
Eysi: Make it two!
Thjonn: Two Beers.
Stuttu seinna kom hann med thrja bjora, einn handa mer og tvo handa eysa. Thad vakti strax athygli okkar ad tharna voru kvenmenn med engar slaedur, vid vorum jafnvel ad gaela vid tha hugmynd ad setjast hja theim og spjalla, en akvadum ad bida stundarkorn. Thad leid ekki a longu thangad til ad vid tokum eftir thvi ad allar stulkurnar voru klaeddar einstaklega frjalslega, i mjog stuttum pilsum (jafnvel a vestraenan maelikvara), flegnum bolum og haelaskom. Stuttu seinna baud thjonninn okkur ad setjast hja stelpunum eda ad thaer settust hja okkur, vid afthokkudum bodid pent. Thar sem ad vid erum einstaklega einfaldir og hugsum ekkert nema fallegar hugsanir grunadi okkur ekkert misjafnt, fyrr en vid saum suluna a midju golfinu.- Vid klarudum bjorinn i snarhasti og badum um reikninginn. Svarid sem ad vid fengum var 3000 Syrlensk Pund. Vid reyndum audvitad ad motmaela thessu (enda vaeru 3000 syrlensk pund allt of mikid fyrir bjor a Islandi, hvad tha i Syrlandi). Thjonninn sagdi ad vid vaerum ad borga fyrir syningu. Vid bentum a thad augljosa ad vid hefdum ekki sed neina syningu og vaerum ad fara og thyrftum thvi ekki ad borga fyrir neina helvitis syningu. Hann tok thessi rok okkar ekki gild. Vid akvadum ad gefast upp enda veit madur aldrei hvernig glaepamenn reka svona bullur i Syrlandi. En thar sem ad vid hofdum verid rukkadir fyrir showid gatum vid alveg eins bedid eftir thvi. Thad hofst ad nokkrum minutum lidnum. Stulkurnar donsudu ymiskonar dansa og var mikid lagt upp ur buningunum (ofugt vid hinn hefdbundna nektarstad) og dansatridunum. Syningin var tho ekki frasogum faerandi enda innihelt hun enga nekt og enga sulu. Vid gengum heim i fylu. Engir peningar, engin nekt.
Thetta er adeins brot af theim fjolmorgu atvikum sem ad vid hofum lent i thar sem ad vid hofum verid platadir, feflettir eda gerdir ad fiflum. Vid hofum tho laert ymislegt af hverju atviki. Spyrja hvad hlutirnir kosta, prutta og segja laa shukran (nei takk) svo nokkur daemi seu nefnd.
Bendi aftur a myndasiduna www.flickr.com/photos/krissiogeysi
A.t.h. faerslan er skrifud af Kristjani Gudjonssyni og synir thvi hans hlid a ollum malum, Eythor fekk ekkert um faersluna ad segja
Myndin er tekin af Ryan Runstadler i Petra, Jordaniu.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.