Adflutt vinnuafl, seinni hluti

Fyrir ekki svo longu skrifadi eg um adflutt vinnuafl i furstadaemunum. Thad sama er upp i teningnum i Iran. Thadan kemur vinnuaflid reyndar alla leidina fra Islandi. Eg hef nefnilega radid mig i vinnu a hoteli i eydimerkurbaenum Yazd. Thad fyndna er ad eg er ekki eini Islendingurinn sem vinn herna. A sama hoteli vinnur hann Egill en vid hittumst fyrir tilviljun a netkaffi i baenum.

Fyrsti vinnudagurinn minn var i morgun. Eg thjonadi til bords, vaskadi upp og kom adeins ad eldamennskunni. Specialty-id mitt er ad gera dodlumjolkurhristinga. Eg byrjadi klukkan 06:30 i morgun og mer reiknast til ad i allt muni eg vinna i um 13 tima i dag. Ad launum fae eg mat og bedda i kommunu herberginu. Skv. utreikningum minum jafngildir thad ad fa um 80 kr a timann. Se fram a ad eg verdi her i nokkra dag og nyti mer frikeypis faeduna.

Gaerdagurinn var hins vegar frekar furdulegur. Mer var bodinn gisting heima hja 25 ara Irana. Hann skutladi mer heim til sin a motorhjolinu sinu thar sem eg losadi mig vid bakpokann minn, fekk lykil ad ibudinni og helt svo aftur ut.  Ad sjalfsogdu gleymdi eg hvar hann atti heima. Eg sa thvi ekki annan kost faeran en ad rolta thangad sem eg helt ad vaeri hverfid hans og profa mig afram. Iranar taka thvi med otrulegu jafnadargedi thegar their koma ad Islendingi vid utidyrahurdina sina med lykil i skranni ad hamast vid ad opna hana. Thegar for ad dimma urdu heimamenn hinsvegar adeins tortryggnari og ad lokum vard eg ad forda mer ur hverfinu eftir ad hafa reynt ad opna flest allar dyr thar med lyklunum sem eg hafdi. Loks tokst mer tho med hjalp godra manna a hotelinu sem eg er ad vinna a ad hafa upp a felaga minum.

 

 
DSC01456
 
Medan Eythor vinnur ser inn fyrir faedu og husaskjoli hengur onytjungurinn
Kristjan i Esfahan asamt Benjamin og Onnu
 
 

 
DSC01422
 
Vid felagarnir saman i Esfahan 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælir drengir afsakið hvað ég hef ekkert commentað hjá ykkur hérna.. en damn ég verð að segja ykkur frá draumnum sem ég átti í nótt

við vorum komnir allir aftur í MR, við gæðingarnir og gestadómarinn, og vorum að fara í enskutíma hjá okkar manni Sigga. Þegar ég kom inní stofuna varstu þarna Eysi og ég var að hitta þig í fyrsta skipti í eitthvað ár og fagnaðarfundirnir voru miklir. Siggi spurði, með bros á vör, af hverju við vorum svona sáttir að sjá hvorn annan; við útskýrðum fyrir meistaranum að við hefðum ekki sést í svo langan tíma útaf þú hefðir verið í heimreisu og ég útí Kaliforníu(?). Síðan settumst við allir strákarnir niður og Siggi hóf tímann og skellti bíómynd á skjávarpann einsog honum einum var lagið. Eftir svona 20-25 sekúntur kom í ljós að þetta var gróf klámmynd, en svo vaknaði ég, þannig ég veit ekki hvernig það þróaðist.

En allavega, þið eruð í ruglinu þarna úti, held að enginn þurfi að segja ykkur það, og ef við hittumst allir lifandi hérna á Íslandi í júlí býð ég uppá þrist í Hallanum! Adios;)

elli (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 14:13

2 identicon

Eysi þú ert sjúkur djöfull, þú getur bara mögulega ekki haldið þér frá vinnu, elskar að vinna meira en þú elskar mömmu þína!

En annars er lítur þetta allt vel út hjá ykkur, eru þið að fara enda ferðina á roskilde eða?

Jói (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 15:28

3 identicon

,,Iranar taka thvi med otrulegu jafnadargedi thegar their koma ad Islendingi vid utidyrahurdina sina med lykil i skranni ad hamast vid ad opna hana."

ég held að þetta sé skrýtnasta/fyndnasta setning sem ég hef nokkurn tíma séð :)

annars sendi ég ykkur bara stuðkveðju frá Íslandi, smáááá mistök hjá ykkur að vera e-ð að ferðast og skoða heiminn þegar þið gætuð verið á Þjóðabókhlöðunni að læra efnagreiningu (fyrir próf sem var 85% fall í í fyrra) EN það geta ekki allir lifað í ævintýri eins og ég :D

Love you longtime!

Erla (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 12:18

4 identicon

Hæ kæru vinir, var að skoða Esfahan á netinu ekkert smá flottur staður enn ein ástæðan að fara í svona ferð. Ég vona Eysi drífi sig með til Shiraz það er víst meiri háttar flottur staður segir orðrómur þó Esfahan sé víst toppurinn. Allt við það sama á Fróni fyrsta haustlægðin komin. Kær kveðja til ykkar Sigrún.

sigrun (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband