21.6.2008 | 14:36
Hofdinginn
Gestgjafinn okkar i Peshawar, hann Kausar Hussein, hefur sed til thess ad okkur hefur ekki leidst undanfarna daga og hefur verid duglegur vid ad fara med okkur um baklond NWFP (North-West frontier province, herad vid landamaeri Afganistan).
Einn af theim stodum sem vid heimsottum var hinn alraemdi Smugglers' Bazaar. Thar er haegt ad finna fartolvur og fryggdarlyf og allt thar a milli, flestu smyglad fra Afganistan. A theim hluta hans sem er ekki aetladur ferdamonnum er hondlad med skotvopn og heroin undir berum himni um midjan dag. A thessum agaeta basar hittum vid fyrir hofdingja Afridi aettbalksins sem raedur logum og lofum a thessu svaedi. Hofdinginn var litill feitlaginn madur sem virtist gera litid annad en ad liggja upp i sofa i vel loftkaeldri skrifstofu (eitthvad sem madur finnur ekki hvar sem er), umkringdur minjagripum fra Vesturlondum. Hann staerdi sig af thvi ad i aettbalknum hans vaeru 70.000 manns sem vaeru tilbunir til ad berjast fyrir sig og syndi okkur svo vopnaburid sitt. Hann gerdi ospart grin ad thvi hversu klaufalegir vid vorum i kringum sprengjuvorpuna hans og sagdi ad 5 ara krakkar kynnu a slikan bunad a thessum slodum. Thess ber ad geta ad varpan var hladin.
Thvi naest syndi hofdinginn, eda ollu heldur skosveinar hans, okkur myndband af 15 ara fraendum hans i skotbardaga vid Talibana sem hofdu haett ser inn a yfirradasvaed aettbalksins. Enntha meira truflandi var klukkutima langt "mixteip" sem vid horfdum a og sem syndi iraskar leyniskyttur fella lidsmenn ur setulidinu med tilheyrandi "slow-motion" endursyningum. Their sem hafa ahuga a ad graeda skjotan aur (Joi?) geta reynt ad setja sig i samband vid hann thvi hann bydur 10 g af heroini a skitinn thusundkall. Eg gaeti truad thvi ad gotuverdid i Reykjavik se toluvert haerra.
I NWFP eru sjo svona aettbalkar sem allir eru utan vid Pakistanska logsogu. Eins og hofdinginn sagdi: Ef thu drepur mann vid hradbrautina tekur loggan thig, ef thu drepur mann 16 fetum fra hradbrautinni er mer ad maeta. Aettbalkarnir samanstanda af Pastjunum sem hafa sinar eigin sidareglur, theirra mikilvaegust er hefndarskyldan og heyrir madur frettir af hefndarmordum nanast daglega. Sidvendi er theim lika hjartans mal; ef kona thykir eiga ologlegt samneyti vid karlmann (stutt spjall gaeti flokkast undir ologlegt samneyti) liggur daudarefsing vid sem fadir sokudolgsins a ad framfylgja. Adspudur hvernig ungt folk slaegi ser upp svaradi felagi okkar thvi ad oftast saeju foreldrarnir um hjuskaparmidlun. Fraenka eda fraendi vidkomandi thykir oft besti kosturinn.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.