Sagan endalausa...

Við erum komnir heim. Það er svo leiðinlegt að segja það að þetta blogg dróst um rúma 2 mánuði.

Ég er búinn að hlaða inn á netið hljóðupptöku af samtalinu sem við áttum við skólastjóra Madrasha-skóla í Peshawar í Pakistan (rétt við landamæri Afghanistans). Hægt er að ná í upptökuna á http://www.zshare.net/audio/17800060a439edad/ Samtalið er á mp3 formi og er 90mb.

Við höfum endurheimt eitthvað af glötuðu myndunum en myndavélarnum sem týndust var aldrei skilað.

Svo vil ég einnig benda þeim sem hafa ennþá áhuga á sögunni okkar, eða kynæsandi röddum okkar, að við verðum gestir meistara Felixar Bergssonar í Helgarvaktinni á morgun (20.sept).

Mexíkó, Afganistan, Pakistan og samgönguvika
Á laugardaginn verður flakkað um heiminn í Helgarútgáfunni, nýkominni heim frá Færeyjum. Fyrsta stopp er Mexíkó. Þar dvelja hjónin Atli Rafn Sigurðarson og Brynhildur Guðjónsdóttir og undirbúa nýtt leikverk um listakonuna Fridu Kahlo. Atli Rafn verður í símanum og spjallar um Fridu, mann hennar Diego Rivera, mexíkóska matargerð og sköllótta hunda. Næsta stopp er Afganistan og Pakistan. Tveir ungir menn, Kristján Guðjónsson og Eyþór Magnússon fóru í sannkallaða ævintýraför og könnuðu heiminn. Þeir rákust á Talibana og lentu í ýmsum uppákomum sem þeir segja hlustendum Helgarútgáfunnar frá. Þá gefa þeir ýmis ráð varðandi skipulag ferðar sem þessarar. Samgönguvika stendur nú yfir og er almenningur hvattur til að velta fyrir sér öðrum samgöngumátum en bílnum. Við ræðum málið við sannkallaðan hjólagarp sem kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Tónlistin verður ljúf, Felix kíkir í laugardagsblöðin og íþróttir helgarinnar koma við sögu. Helgarútgáfan - fróðleiksfús flakkari, aðeins á Rás 2!
Tekið af www.ruv.is
IMG_1710

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband