22.5.2008 | 14:28
Quetta
Hnausthykkur hassreykur fyllti vit okkar thegar ad vid gengum inn i handverksverslun Fazal Muhammads i Quetta. Hann hafdi fengid okkur inn i budina a theirri forsendu ad hann seldi baekur. Ju, hann seldi nokkrar skruddur, en urvalid var heldur ryrt. Nokkrar baekur a urdu, spennusaga a japonsku og eldgomul ferdahandbok um kina. Fazal baud okkur te og sagdi fra sjalfum ser a medan hann malladi svartan afganskan hassklump.
Hann fludi fra afganistan fyrir 30 arum og settist ad i Quetta. Stor hluti ibua borgarinnar eru samlandar hans sem fluid hafa stridsatok og ognarstjornir sidustu aratuga. Litid sem ekkert hefur verid gert fyrir thetta flottafolk og er fataektin thvi gridarleg, margir bua jafnvel enn i tjoldum eftir aratugi i landinu. Mikill fjoldi snyr ser ad eiturlyfjum til ad gera tilveruna baerilegri, en eiturlyf fra Afghanistan hreinlega flaeda um thetta smyglherad pakistan.
Bratt kom 10 ara sonur budareigandans inn med mjolkurteid og settist hlidina a fodur sinum sem a thvi augnabliki kveikti ser i jonunni og hresstist allur vid. Eftir ad hafa reykt tvaer hassfylltar sigarettur upp til agna vildi hann endilega syna okkur byssubud fraenda sins i nagrenninu. Fraendinn var gamall og krumpadur tannlaus stubbur sem hlo allan timann sem vid vorum inni i budinni. Vid fraeddumst um virkni skotvopna, byssukulur, hlaupstaerdir og ymislegt fleira nytsamlegt.
I Pakistan tharf ekki serstakt byssuleyfi til ad kaupa ser vopn og eiga thvi flestir byssu eda tvaer, byssubudir eru a hverju strai og a.m.k. 20 milljonir ologlegra skotvopna ad auki i landinu. Haegt er ad fa agaetis skammbyssu fyrir 5 thusund kall, ekki slaemur dill thad! Einn sonur gamla mannsins sagdi ad stjornvold gaetu ekki verndad ibuana svo ad their yrdu ad gera thad sjalfir, thessvegna vaeru byssurnar svo vinsaelar. Fleiri hafa tekid i sama streng. Logregluthjonn sem eg raeddi vid uthudadi gerspilltum stjornmalamonnum landsins sem gaefu skit i fataekari hluta ibuannda (sem er natturlega mikill meirihluti). Thetta orsakadi glaepi, mord og dopneyslu sem allt er ordid daglegt braud i Pakistan. Folk er buid ad missa tru a rettarkerfinu i landinu og sem daemi ma nefna ad aestur mugur limlesti tvo glaepamenn i Karachi um daginn eftir ad their hofdu sloppid itrekad undan rettvisinni. Logreglumadurinn sagdi ad kosningar vaeru tilgangslausar, allir frambjodendur vaeru jafn spilltir. Svolitid svona eins og ad velja milli kuks og skits.
Otrulegt en satt reyndi Fazal ekki ad selja okkur neitt, var svo rosalega anaegdur ad fa turista i budina i fyrsta skipti i morg ar. Vid kvoddum thennan vinalega furdufugl og flyttum okkur ut a lestarstod, thadan sem vid attum lest til Rawalapindi.
k
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2008 | 13:16
Skriffinnur
Balochistan herad i Pakistan hefur lengi verid bitbein nokkurra herskarra aettbalka og thvi ekki alltaf oruggt. Af thessari astaedu tharf ad saekja um serstakt leyfi til ad ferdast innan svaedisins (utan Quetta thad er ad segja).
I dag fengum vid svo tha agaetis hugmynd ad kikja a natturuverndarsvaedi herna i grennd vid borgina.
Til thess ad vera oruggir kiktum vid a skrifstofu skogarvardarins sem stadsett er i midborg Quetta. Hann vildi allt fyrir okkur gera og eftir ad hafa hringt tuginn allan af simtolum, kallad fjolmarga menn til sin, gefid okkur kok, hringt fleiri simtol, gefid okkur te og skrifad mida sendi hann okkur upp i eitthvad raduneyti. Raduneytismennirnir attu ad redda okkur oryggisfylgd inn a svaedid.
En bureokrasia Pakistans er ekkert grin. Vid vorum sendir fram og aftur a milli skrifstofa (enginn vissi neitt hvad var ad bakast), latnir fylla ut eydublod og taka nokkur passaafrit. Kerfid hja thessum elskum er audvitad langt fra thvi ad vera rafraent og oll skjol i riiiiisastorum skjalageymslum. Thad thurfti tho eina tolvu til thess ad gefa okkur leyfid. Um thad leyti sem atti ad gera thad tilbuid datt rafmagnid af borginni.
Ekki tokst ad koma thvi a fyrir lokun (og helgarfri) svo ad vid faum ekki ad kikja a thetta umtalada natturuverndarsvaedi i brad.
Stundum veltir madur thvi fyrir ser hvernig thessi lond geti virkad. Svo gerir madur ser grein fyrir thvi ad thau gera thad taeplega.
k
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2008 | 12:51
Rutufjor...
20 tima rutuferdin ad landamaerum Irans og Pakistans reyndist bara agaetis skemmtun. Volvo-inn var rumgodur og vegirnir finir.
Eftir ad hafa komid okkur yfir landamaerin thurftum vid ad bida heillengi eftir naestu rutu til Quetta. Landamaerabaerinn Taftan er (eins og langflestir landamaerabaejir) omurlegt skitapleis. Timinn for adallega i ad kenna pakistonum ad spila olsen olsen. Fyrir tilviljun hittum vid tho kunningja okkar fra Yazd, hollendinginn Henrik, sem einnig var a leidinni til Quetta.
Vid tok leidinlegasta rutuferd allra tima. Saetin voru svo throng ad economy class hja flugleidum vaeri eins og lazy-boy i samanburdi. Loftkaelingin virkadi ekki. Vegurinn var svo alveg a morkunum ad kallast vegur, adeins litill hluti var malbikadur. Thad sem bjargadi ferdinni voru tidar baenapasur og pakistonsk gledimusikin sem hljomadi alla leidina.
I fyrstu virdist Pakistan vera mun frumstaedara og fataekara en nagrannalondin i vestri. Skitugt og ogedslegt a einhvern vinalegan hatt. Sambland af ymsum menningarheimum (Mid-Austursins, Afghanistan, Indlands og Kina) skapar einstakan sudupott sem gerir Pakistanska menningu alveg serstaka.
k
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 14:34
Zabol og Zahedan, IV. hluti: Med vopnad fylgdarlid
Thegar eg steig ut ur rutunni i Zahedan komu hermenn hlaupandi ur ollum attum med velbyssur a lofti. Turistar eru vist ekki ohultir thar og voru their mer til verndar. Eg var tekinn til hlidar og latinn bida thangad til ad safnast hafdi saman nogu stort lid til thess ad fylgja mer thessa 500 m ad rutustodinni. Thegar thad loks nadist hafdi sidasta ruta dagsins farid og eg ekki med naegan pening fyrir hoteli. Eg var thvi settur a motorhjol asamt tveimur odrum hermonnum og keyrdur a naestu herstod thar sem eg atti ad gista.
Klukkan 10 um kvoldid fekk eg fyrstu maltid dagsins i motuneytinu. A bodstolnum var gamalt braud og ein sodin kartafla a mann. I Iran eru allir menn skyldadir til tveggja ara herthjonustu og fa their ekki vegabref fyrren henni er lokid. Thar af leidandi hafa faestir jafnaldrar okkar i Iran farid erlendis. Hinsvegar er haegt ad fresta herthjonustunni a medan ad madur klarar haskolanam sem flestir velja til thess ad fordast thessa tveggja ara frelsissviptingu adeins lengur. Thvi snaeddi eg thessa einu sodnu kartoflu innan um hag-, verk- og staerdfraedinga sem satu med velbyssur i fanginu.
Kvoldid for svo i ad skoda vopnaburid, horfa a korfubolta og raeda agaeti Kalishnikov riffilsins. Eg var latinn sofa i baenaherberginu, mullah logreglustodvarinnar til mikillar gremju, og reglulega bonkudu hermenn a dyrnar og spurdu hvort mer vaeri ekki sama tho thaer taekju eins og 5 knefoll i att ad Mekku.
Eg hafdi ekki sofid lengi thegar hermadur i tho nokkru uppnami ruddist inn i herbergid. Hann tilkynnti mer ad eg vaeri ekki oruggur her og yrdi fluttur annad. Frammi a bidstofunni stodu tveir alblodugir hermenn. Eg var thvi settur i bil asamt thungvopnudu lidi og keyrdur a adra stod. A leidinni stoppudum vid til thess ad handtaka mann sem virtist litid hafa af ser gert. Hin "herstodin" var litid hjolhysi i midbaenum og hvorugur starfsmadur hennar taladi ensku. Eitthvad samskiptaleysi var a milli stodvanna og hofdu their thvi ekki hugmynd um hvurn fjandann eg var ad gera tharna. Vid toku long og strong yfirheyrsla og badir leitudu grafalvarlegir a mer og i toskunni minni. Thegar vid kvoddumst tveimur timum seinna hofdum vid skipst a emailum og simanumerum og hvorugur red vid sig af hlatri. Eg var settur i nyjan bil og eftir stutt "patrol" um hverfid var eg sendur aftur a gomlu stodina.
14 tima rutuferdin til baka til Yazd var ad mestu leyti tidindalaus fyrir utan fifldjarfan flotta sem eg vard vitni ad a einu her "checkpoint-i". Thar kom bill brunandi a moti umferd i gegnum "checkpoint-id" og sa sem sat i farthegasaetinu frammi stokk utum gluggan a ferd. Svo hljop hann ad goddum sem hofdu verid lagdir yfir veginn og fjarlaegdi tha svo bilinn kaemist i gegn. Fyrir vikid uppskar hann tho nokkud af hoggum fra byssuskoftum hermannana i kring. Hann nadi samt ad hrinda theim i burtu og stokkva aftur innan um gluggann a bilnum sem hafdi komist i gegn. Eg gaeti truad thvi ad eitthvad magn af heroini hafi sloppid framhja iranska eftirlitinu i thetta skiptid.
Planid naestu daga er svona:
20 tima ruta ad landamaerum pakistans. Vonandi naum vid svo rutu thadan sama dag til Quetta i Mid-Pakistan. Su rutuferd aetti lika ad taka einhverju 20 tima. Semsagt, ekkert nema gledi framundan. Eins gott ad hlada iPodinn.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2008 | 07:58
Zabol og Zahedan, III. hluti: I haldi raeningja
Seinni part dags i Zabol dro til tidinda:
Vid (eg og haenan) akvadum ad taka leigubil ad gomlu thorpi i nagrenninu. Leigubilstjorinn stoppadi a leidinni til ad pikka upp 2 vini sina (eins og tidkast) og baud annar mer opium tuggu sem eg neitadi. Their voru allir um thritugt, skeggjadir og i hefdbundum afgonskum/pakistonskum klaednadi. Bilstjorinn beygdi stuttu seinna af veginum, augljoslega a vitlaustum stad, og brunadi ut i eydimorkina. Thetta var greinilega enginn leigubill. Thegar their bonnudu mer med valdi ad taka upp myndavelina mina sa eg i hvad stefndi. Thad er litid mal ad gera thad sem monnum dettur i hug vid vitlausan turista sem er ad villast i logleysunni i Baluchistan eydimorkinni. Eg reyndi ad flyja ur bilnum a ferd en their sau til thess ad eg faeri ekki neitt. Billinn fylgdi engum sloda heldur brunadi eftir thurrum sandinum og mer var virkilega haett ad litast a blikuna. Loks var billinn stodvadur og eftir vaeg atok i aftursaetinu hofdu their af mer allan peninginn, lika thann sem eg hafdi falid i magabeltinu minu.
I midju klidum hropadi bilstjorinn ad mer i gegnum fuglagargid (haenan hafdi attad sig a gang mala): Moslem? I eitt af faum skiptum a aevi minni var eg fjotur ad hugsa og svaradi: Bale, Allahu achbar (ja, Gud er mikill), og hof svo ad thylja truarjatningu muslima a arabisku. Eitthvad mildadist hann vid thetta og skiladi mer nokkrum aurum fyrir rutufari til baka til Yazd. Eftir miklar deilur fellst hann svo a ad leyfa mer ad halda vegabrefinu minu og kreditkortum. Eg baud theim haenuna i kaupbaeti en their afthokkudu pent.
Thvi naest hrintu their mer ur bilnum og bentu mer a ad labba i burtu. Eftir smaspol leit eg til baka og sa ad their hofdu allir farid ur bilnum og tekid ur skottinu einhvern ilangan hlut sem eg nadi ekki almennilega ad greina. Eg ottadist hid versta og hljop eins og faetur togudu i felur a bak vid naesta sandhol. Skommu seinna heyrdi eg bilinn keyra i burtu og hef ekki sed tha sidan. Eg og fuglinn hofdum sloppid ad mestu likamlega heil.
Eg labbadi i um 40 minutur an thess ad sja til nokkurar byggdar. Utsynid var sandur eins langt og augad eygdi og nokkur tom skothylki sem lagu a vid og dreif i honum. Skv hitamaeli i rutu sem eg for i seinna um daginn var hitinn 40 gradur. Tha slapp haenan. Eg eyddi abyggilega 20 minutum i ad hlaupa bolvandi a eftir henni. Thegar eg hafdi loks fangad hana eftir vel heppnada skutlu var mer litid til hlidar a tvo hirdingja sem stodu ofan a sandhol og hofdu fylgst med eltingarleiknum. Their hofdu klut vafinn um andlitid thannig ad adeins sast i augun. I nagrenni Zabol er mikid af hirdingjaaetbalkum sem hafast vid i tjoldum i eydimorkinni. Their eru thekktir fyrir ad thjalfa kameldyr til thess ad flytja opium fra Afganistan og Pakistan i gegnum eydimorkina yfir til Iran. Their eru einnig thekktir fyrir ad vera vidskotaillir og hafa fjolmargir fallid i bardogum vid tha enda thykir thetta svaedi thad haettulegasta fyrir iranskan hermann. Eg spurdi tha um attina ad naesta bae. Their svorudu ekki med ordum heldur bentu mer i retta att og rettu mer sidan velthegna vatnsflosku. Eg gaf theim haenuna og burid i thakkargjof og svo skildust leidir. Hvorugur theirra hafdi sagt ord. Allt saman mjog surrealiskt. Eg labbadi i um 30 minutur adur en eg kom ovaent ad thjodveginum og var thar tilneyddur til thess ad "hukka" far aftur til Zabol. Thadan tok eg rutu til Zahedan thar sem aevintyrid helt afram. Meira um thad sidar.
Thegar eg hugsa til baka furda eg mig a thvi ad their hafi ekki losad sig vid mig fyrir fullt og allt thar sem eg hafdi sed framan i tha og nad ad skoda bilinn greinilega. Thad er litid mal ad losa sig vid oll sonnunargogn i eydimorkinni, serstaklega a svaedi sem her- og logregluyfirvold thora ekki ad fara a vegna thungvopnadra smyglara. Ef til vill vildu their ekki haetta a reidi guds (klaednadur og skegg theirra benti til ad their voru strangtruadir) thar sem eg var "islamskur brodir theirra".
Fjarhagslegatjonid af thessum oforum minum er toluvert. I Iran virka adeins ironsk debet/kreditkort vegna vidskiptabannsins og var eg thvi med heilmikid reidufe a mer. I heildina tapadi eg um 30.000 kr., allur sa peningur sem eg hafdi til radstofunar. Thvi verdum vid felagar thvi midur ad stytta dvol okkar herna og halda til Pakistans thar sem vestraenu plasti er betur tekid.
P.s. Eg gaefi mikid fyrir ad eiga ljosmynd af thvi thegar eg tel mig sja tha taka skotvopn ur skottinu og hleyp af stad med haenu i blau buri i haegri hendi.
Thetta hefdi getad farid verr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
11.5.2008 | 15:49
Zabol og Zahedan, II. hluti: H5N1?
Zabol er litill baer, nanast innlimadur i Afganistan, og thar er ad finna allar tegundir smyglvarnings. Allt fra notudum sjonvarpsfjarstyringum til opiums og skotvopna fra nagrannalandinu. Flestir ibuarnir eru Afganar, goturnar fullar af bufenadi og a markadinum ma hvarvetna finna lykt af opiumreyk. Vid markadinn vard eg vitni ad slatrun a geit a islamskan (halal) mata. Fyrst var thulid yfir henni vers ur koraninum og hun sidan skorinn a hals. Af vidbrogdum skepnunnar ad daema er thetta frekar omannudleg adferd.
A gangi minum um bazarinn hitti eg a nokkra eldri menn sem budu mer i te og med thvi. Med thvi i thessu tilfelli var opium og yngsta dottir eins theirra. Eg thadi teid. Their foru svo med mig a vinnustad dotturinnar, syndu mer "gripinn" og heimtudu ad eg taeki mynd af henni.
Eftir ruma viku an Kristjans var mer farid ad leidast ad ferdast einn og akvad thvi ad finna mer ferdafelaga. Valid stod a milli gullfisks, haenu eda geitar. Ulfaldi var of dyr. Eftir ad hafa pruttad vid nokkra gotusolumenn fann eg mer glaesilegt haesn, gulllitad og vo taep 5 kg.
A hotelinu sem eg gisti a i Zabol fekk eg konunglegar mottokur og dyrasti rettur matsedilsins var eldadur ofan i mig mer ad kostnadarlausu. Af vidbrogdum starfsmanna ad daema gaeti eg vel truad thvi ad eg se fyrsti vesturlandabuinn sem gistir thar.
Bloggar | Breytt 12.5.2008 kl. 06:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 14:54
Zabol og Zahedan, I. hluti: A puttanum
Tha er eg (Arthur) nykominn "heim" a hotelid i Yazd eftir nokkra daga aevintyraferd um eydimerkur Irans thar sem eg for a puttanum ad landamaerum Afganistan a slodir hippa 7. og 8. aratugarins. Eg aetla ad reyna ad setja ferdasoguna nidur i nokkur stutt blogg fyrir tha lesendur siduna sem hafa stutt athyglissvid og vegna thess ad eg sjalfur nenni ekki ad skrifa allt i einu.
Ad fara a puttanum i Iran er mjog timafrekt. Ekki vegna thess ad enginn vill gefa ther far heldur vegna thess ad allir sem gera thad enda a ad bjoda ther heim til sin i mat. A einu heimilinu olli eg miklu uppnami thegar eg reyndi ad taka i hendina a husfreyjunni. Slikt gerir madur ekki a truudum heimilum i Islamska lydveldinu. A odru heimili bjo 40 ara madur med modur sinni. Eg bad um ad fa ad nota badherbergid og fylgdi hann mer inn og stod fyrir aftan mig a medan ad eg kastadi vatni. Thegar eg sneri mer vid hafdi hann klaett sig ur ad ofan og kveikt a sturtunni. Hann bad mig vinsamlegast um ad koma med ser i sturtu, annad vaeri mikil okurteisi vid modur hans. Eg afthakkadi og eftir miklar deilur sem nanast brutust ut i aflog saettist hann a ad eg faeri einn i sturtu, thad vaeri thad minnsta sem eg gaeti gert fyrir muttu gomlu. Eg slapp af heimilinu med hardfylgni og veit ekki enntha hvad manninum gekk til.
Thegar eg hafdi gengid i um klukkutima fra smabaenum Tabas gerdi thrumuvedur. I thau fau skipti sem thad rignir i eydimorkinni er ekkert til sparad. Thar sem regnstakkurinn minn er einhvers stadar a tjaldsvaedinu a Akureyri eftir verslunarmannahelgina 2005 vard eg fljott gegnum blautur. Skommu seinna rakst eg a hop afganskra flottamanna. Their voru reknir eins og geitahjord af hermonnum sem gengu a eftir theim og latnir halda i skyrtu mannsins fyrir framan. Svipud taktik og Kristjan notar a leikskolanum sem hann vinnur a.
Their sem keyrdu mig aleidis ad baenum Zabol sem er vid landamaeri Afganistan skiptust a ad segja Zabol halal (leyfilegt) eda Zabol haram (bannad). Allir sogdu Zabol khatar noq (haettulegt). Eg atti eftir ad komast ad hinu sanna...
Bloggar | Breytt 12.5.2008 kl. 06:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 14:40
Myndir
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2008 | 13:20
Tonlist
Eftir byltinguna 1979 var tonlist bonnud med logum i Islamska Lydveldinu Iran.
Einhverjum arum eftir byltinguna var farid ad leyfa einstaka tonlistarvidburdi. Tonlistin vard ad vera hofsom og thjodleg. Flytjendur mattu ekki syna nein svipbrigdi og theim tonleikagestum sem syndu einhverja tilburdi til ad njota tonlistarinnar var umsvifalaust hent ut.
Sidustu arin hefur Pernsesk popptonlist adeins farid ad birtast aftur en undir vokulum augum stjornvalda. Flestir Iranskir tonlistarmenn gera tho ut fra odrum londum til ad sleppa vid rit(ton)skodun.
Hip-hop nytur mikilla vinsaelda i Iran og thekktastur theirra sem rappar a farsi er Hichkas (einnig thekktur sem ,,godfather of persian rap") Haegt er ad finna einhver tondaemi a www.rapfa.com
En su tonlistarstefna sem rikisstjorninni thykir verst af ollum er (ad sjalfsogdu) thungarokk. I Tehran er vaxandi nedanjardarrokksena og ae fleiri snua ser i attina ad hordu rokki. Ekki fyrir alls longu voru fjolmargir thungarokkarar teknir af lifi fyrir ad breida ut trulausann bodskap.
Eg vona ad Hr.Ahmadinejad se ekki lika a moti ponktonlist...
Forsetinn rokkar feitt... eda hvad?
Annars er thad ad fretta ad sameining ferdalanganna tveggja sem sja um thessa sidu er aaetlud i kvold. Thad er Eythor sem kemur skridandi til baka med skottid a milli lappanna. Nanar um thad sidar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 15:19
Yazd
Eg vissi ekki hvadan a mig stod vedrid thegar ad eg var vakinn eldsnemma i morgun af einum starfsmanni hotelsins mins Yazd. Eg var dreginn ut i sendiferdabil og keyrdur ut i smabae midri eydimorkinni. Thar var mer skipad ad setjast nidur og skera nidur tomata i risastora salatskal.
Sidustu tveir islendingar sem voru a hotelinu vildu nefnilega endilega vinna ser inn fyrir gistingunni. Thridji vikingurinn a einni viku hlyti ad vilja thad lika.
k
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)