21.4.2008 | 17:06
Menntad einveldi
Eftir ad hafa ordid vitni ad ymsum stjornarfyrirkomulogum a ferdum minum hef eg sannfaerst um ad menntad einveldi se theirra best. Ef einhverju a ad koma i verk tha er thvi komid i verk. Thad er ekki bedid eftir 3 umferdum af thingumraedum og meirihlutasamthykktum. Libanon er lydraedisriki med thingi sem kys forsetann. Hinsvegar hefur ekki verid forseti vid vold i meira en 3 manudi thar i landi og atok milli stjornmalaflokka hafa verid blodug. I Oman er soldann, Qaboos Bin Sultan, sem velur sina eigin rikisstjorn. Ef thad kemur upp vandamal tha leysir soldanninn thad og hinn almenni borgari tharf engar ahyggjur ad hafa.
Folk spyr sig ef til vill hvernig landsmenn geta tjad skodanir sinar og fengid urbaetur a samfelagslegum vandamalum. Soldanninn hefur einfalda lausn a thessu. A hverju ari heldur hann i ferd um landid og gistir i tjaldbudum i eydimorkunum og fjalllendinu asamt sinum helstu radherrum. Sa sem vill fund med honum slatrar sinum staersta kalfi, vippar honum upp a ulfaldann sinn og ridur i tjaldbudir Qaboos. Thar faerir hann soldaninum gjofina/fornina og bidur um lausn a vanda sinum. Haft er eftir heimamonnum ad ef their bidji um malbikadan veg ad thorpinu sinu vakni their morguninn eftir vid drunur i vinnuvelum.
Ad sjalfsogdu a einvaldurinn fjolmidlana lika. Vid reynum ad kaupa local blodin herna sem oftast og er oft gaman ad lesa hina hlidina a Israel - Palestinu deilunni en sumar umfjallanir jadra vid anti-semitisma. Fyrir nokkrum dogum rakum vid svo augu i frett um umferdarljos sem hofdu bilad i Oman. Greinarhofundur velti upp spurningunni hvernig Omanar gaetu, thratt fyrir hrada og stess hins nutimalifs, haldid ronni vid slikt neydarastand. Ad sjalfsogdu var thad Qaboos Bin Sultan ad thakka. Greinarhofundur endadi greinina a ordunum: ,,Hats off to his majesty whose leadership inspires people to set high standards of professional conduct".
P.s. Krissi er enntha a theirri skodun ad anarkismi se besta lausnin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2008 | 06:59
On the road again...
I can't wait to get on the road again.
The life I love is making music with my friends,
so I can't wait to get on the road again.
Eg hef verid med Willie Nelson a heilanum stanslaust fra 3.mars, alltaf thegar ad eg stig ut ur husi byrja eg ad songla On the road again.
Annars er thad komid a hreint ad vid fljugum til Teheran i Iran thann 23.april.
Thangad til munum vid reyna ad nyta Sandkruserinn til fulls.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2008 | 06:52
Adflutt vinnuafl
Gamalt blogg sem gleymdist ad posta:
Thad hafa thad ekki allir jafn gott i rikustu oliulondum heims. Arabar, likt og islendingar, notast nefnilega mikid vid erlent vinnuafl. I Dubai eru t.d. adeins 20% ibuanna heimamenn (furstar/emirar) en restin adflutt vinnuafl, adallega fra Indlandi og Pakistan en their eru nanast eingongu i laglauna vinnum. Margir theirra vinna ymiskonar byggingarvinnu, t.d. vid ad byggja hin fjolmorgu hahysi emiranna. I sumarhitanum sem getur farid vel upp i 50 gradur verdur hinsvegar vinnuadstadan svo slaem ad margir theirra gefast upp. Tha a eg vid ad their gefist upp bokstaflega og fleygi ser fram af hahysunum sem their byggja. Sjalfsmord medal verkamanna eru nefnilega stort vandamal thar i landi og a heitustu dogunum rignir ekki vatni heldur Pakistonum og Indverjum. Reyndar a skv. logum ad gefa fri ef hitinn fer upp i 50 gradur en af einhverri astaedu verdur aldrei heitara en 49,9 gradur hja innlendu vedurstofunni.
Annad daemi um adflutt vinnuafl eru kamelknapar. I furstadaemunum og Oman eru kamel vedhlaup mjog vinsael og til thess ad manna dyrin flytja their inn barnathraela fra Bangladesh.
Emirarnir sjalfir hafa thad hins vegar toluvert betra. Their borga hvorki skatta ne vatn og rafmagn og geta tekid lan vaxtalaust. Samkvaemt Koraninum er nefnilega bannad ad taka lan (okurlan skv. tulkun sumra) af voxtum. Spurning hvort thetta se eitthvad sem islensku bankarnir gaetu ekki tekid upp.
Thraela kamel knapi
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2008 | 12:36
Ridin' dirty...
I gaer hofdum vid ekkert ad gera i Musat og tokum skyndiakvordun ,,leigum okkur bil og keyrum um Oman!". Halftima seinna vorum vid lagdir af stad a tryllitaekinu Toyota Landcruiser, odyrasta 4x4 i baenum. Billin er staerra en nokkud herbergi sem ad vid hofum sofid i hingad til og thvi reiknudum vid daemid thannig: vid sofum i bilnum og bordum nesti i oll mal (braud+hummus+vatn) og holdum okkur thannig a rettu budgeti. Thad reyndist god akvordun.
Reyndar svafum vid ekki i bilnum i nott heldur vid vardeld undir stjornubjortum himni i einum fagrasta dal landsins. Vid nadum momentinu a mynd en thegar vid fengum okkur sundsptrett um morguninn var myndavelinni stolid, bommer ferdarinnar!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2008 | 12:27
Budget?
Um daginn var hlaupid med olympiukyndilinn framhja gotunni sem vid gistum a i Muscat med tilheyrandi fagnadarlatum. Vid saum einnig tilefni til fognudar thvi okeypis vatni var dreift a almugann og vid fundum nokkrar oopnadar floskur ut a gotu sem foru vel med kvoldmatnum; Hummusleifar sem vid hofdum tekid med af veitingastadnum sem vid bordudum a kvoldid adur.
Eftir dvol i fustadaemunum tharf ad forna ymsum munadi.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 19:22
Oh, maaaaan!
I dag for eg ad leida hugann ad thvi ad adur en eg kom til Oman vissi eg ekki rass i bala um landid. Eg geri rad fyrir ad thannig se farid um fleiri og thvi aetla eg bjoda ykkur upp a frodleikshorn kristjans.
Soldanadaemid Oman er land a sud-austur horni arabiuskagans, semsagt her:
Fani landsins er svona:
Hann er hvitur, raudur og graenn fyrir tha sem ekki gera greinarmun a litum.
Saga landsins er svona:
Fyrst kom Islam og svo komu Portugalir, svo var bylting og svo voru Bretar med bogg. Soldaninn var ekki ad gera goda hluti og sonur hans steypti honum af stoli 1970 og kom landinu a rettan kjol.
Oman i dag:
Sonurinn, Qaboos bin Sultan, stjornar landinu hardri en styrkri hendi. Thratt fyrir algjort einraedi er innri stjorn landsins ein su sterkasta i mid-austurlondum. Ibuarnir eru 3,2 millj. og byr helmingurinn i hofudborginn Muscat. Landid er rikt af oliu og hefur uppbygging a sidustu 40 arum verid hreint otruleg, midaldra folk man vel tha daga thegar vagnar dregnir af osnum a moldarvegum var eini mogulegi fararmatinn. Mikil ahersla hefur verid logd a menntun i landinu og er thad greinilega ad skila ser. Landid er ad mestu eydimork en hefur gridarlega moguleika a ad byggja upp mikinn ferdamannaidnad (sem thad er komid vel i gang med). Vinsaelt er ad kikja i eydimerkursafari, kafa, klifra i klettum, sja skjaldbokur faeda og ymislegt fleira er i bodi. Vinsaelasta ithrottin i landinu er fotbolti (en ekki hvad?) og eiga their vist einhvern markvord sem spiladi einu sinni i noregi og for sidan og spiladi med varalidi thridju deildar lids i englandi, hann er thjodhetja. Eg held ad Oman eigi goda moguleika ad verda storveldi i arabaheiminum enda eiga their mun meira eftir af oliu en glaumgosa-nagrannarnir i furstadaemunum.
Langflestir Omanir klaedast enn thann dag i dag thjodlegum klaednadi. Karlarnir i sidum Dishdashi (venjulega hvitum) og med serstaka kollhufu og stundum litriki vefjarhetti vafda utan um. Her sjaum vid leigubilsstjora i Muskat ad taka thvi rolega yfir heitasta tima dagsins.
Svo er herna ein mynd ad lokum af Eysa litla til ad hlyja ykkur um hjartaraetur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2008 | 20:08
Welcome to the good life
Tha erum vid felagar komnir til Oman eftir 9 daga saurliferni i borgunum Abu Dhabi og Dubai sem eru i Arabisku furstadaemunum. I Abu Dhabi bjuggum vid hja cabin crew-inu hja Etihad airlines, theim Svanhviti, Sondru og Kareni. Thaer bua a 21. haed i risa luxusibud i hahysi sem eingongu er aetlad starfsmonnum felagsins. Einnig bua og vinna tharna meistarinn Stebbi og Keflvikingurinn Elinborg. Thann tima sem vid eyddum med theim urdum vid ekki mikid varir vid thad ad thau vaeru i vinnu, ein theirra skrapp reyndar i helgarferd til Johannaserborgar og onnur var nykominn fra Bangkok. Fyrir thetta fa thau rikulega borgad (enginn skattur er greiddur i furstadaemunum) og fritt husnaedi. Etihad er ad rada starfsfolk i augnablikinu, spurning hvort ad haskolinn geti ekki bedid eitt ar i vidbot.
Timanum okkar i thessum rikustu borgum heims var adallega varid i tansession a strondinni a luxus "resort-um" og drykkju. Klubbarnir her eru ekki alveg eins og madur a ad venjast heima en their eru flestir aetladir theim sem hafa adeins thyngri buddu en vid.
Fimtudaginn sidastlidinn leigdum vid, Svanhvit og Sandra okkur bil og keyrdum til Dubai i annad skiptid. Vegna thess ad i Dubai eru bara 5 stjornu hotel var brugdid a thad rad ad gista i Nissan Sunny-inum okkar. Dubai er otrulega flott borg og eiginlega bara olysanleg. Thar er medal annars ad finna:
- Fyrsta 7stjornu hotel heims
- Verdandi haestu byggingu heims
- Manngerda eyjur sem lita ut eins og palmatre
- Manngerdar eyjur sem eru nakvaemar likingar af jordinni thar sem hver eyja er eitt land
- Staerstu verslunarmidstod i heimi med staersta innanhus skemmtigardi i heimi og innanhus skidasvaedi
- Staersta vatnsgard utan Bandarikjana
- Halfbyggdan langstaersta skemmtigard i heimi
- A leidinni ad byggja nakvaemar eftirlikingar af Eiffelturninum, Louvre o.fl.
Thad er thvi ekki skritid ad 30% allra byggingakrana heims er ad finna i Dubai en thessir furstar eru bokstaflega bunir ad misssa thad. Eftir nokkur ar verdur allt thad staersta, haesta og besta i heiminum i Dubai. Medan vid vorum thar thad medal annars:
- Forum vid i vatnsrennibrautargard
- Djommudum vid
- Svafum (=satum andvaka i 40C hita) i litla bilnum okkar
- Forum a otrulega vaena strond
- Forum a Formulu kappakstur
- Djommudum meira
- Svafum oll heima hja einhverjum frakka asamt tveimur vinum hans og eiginkonum theirra eftir a ad hafa verid bodid i eftirparty til theirra. A einhvern otrulegan hatt tokst okkur ollum 9 ad finna svefnplass. Lika skjaldbokunni sem bjo a golfinu theirra. Frakkar eru skritinir.
I Dubai hittum vid aeskuvinkonu Krissa, Julie, en thad var hun sem baud okkur strakunum a formuluna. Hun virdist thekkja retta folkid i Dubai og var med VIP passa thangad inn. Vid vollinn voru syningar a melludolglegustu bilum Dubai og auk thess nokkur eintok af Rolls Royce, Ferrari, Lamborgini og hinum eina sanna 1001 hestafla Bugatti Veyron. Vegna thess ad vid vorum med VIP passa forum vid ad sjalfsogdu beint i VIP loung-id thar sem rikasta folk eins rikasta lands heims helt sig. Thar var bodid upp a gourmet hladbord, kampavin og fleira. Allt saman frikeypis! Fra thessum sal var svo utsyni yfir vollinn thar sem keppnin sjalf for fram. Eftir thad beitti hun svo sambondum sinum til ad koma okkur inn a Sunset party a einhverjum otrulega flottum skemmtistad.
Frabaer ferd sem thaer Sandra og Svanhvit eiga mikid hros skilid fyrir ad skipuleggja. An theirra hefdum vid liklega ekki komist inn a neina skemmtistadi eda i party og ekkert ratad. Thid erud hetjur. Takk kaerlega fyrir okkur og fyrir frabearar stundir!
Myndir koma vonandi fljotlega...
Bloggar | Breytt 14.4.2008 kl. 05:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 13:22
SITE BLOCKED - الموقع محظور
|
Thetta kemur upp ef ad madur reynir ad fara inn a www.couchsurfing.com i Sameinudu Arabisku Furstadaemunum, enda ekkert nema osoma og vidbjod thar ad finna. Fokk ritskodun!
Vid gerum litid annad her i furstadaemunum en ad tjilla vid sundlaugarbakkann med kokteila og horfa a oliuborna halfberrassada flugfreyjulikama. MmMMmmmmm..... Abu Dhabi er samt sem adur vidurstyggilega dyr og peningarnir okkar fudra hradar upp en danski faninn i pakistan. Vid erum farnir ad sja fram a ad enda peningalausir einhvers stadar midri Iran. Svo thurfum vid tha bara ad sleppa ad drekka bjor a hroaskeldu..... Nei.
Svo for eg lika a skidi i Dubai, thad var stud.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2008 | 11:07
Truskiptin
Dagarnir i Amman eru i meira lagi rolegir. Venjulegur dagur byrjar a thvi ad vid tokum leigubil ut i Iranska sendiradid. Thar er okkur sagt ad koma aftur a morgun. Tha roltum vid um baeinn, setjumst a kaffihus, drekkum te, lesum baekur eda teflum. Vid bolvum thvi ad vera ekki fastir i betri borg, eins og Cairo, Aleppo eda Damascus.
I gaer vard hins vegar breyting a hinni huggulegu rutinu okkar. Eftir ad hafa kikt a rustirnar i Jerash baud leigubilstjorinn okkur okkur i mat til vinar sins. I bilgraejunum hljomadi koraninn hatt og snjallt. Vinurinn, Ibrahim, bjo i 4 haeda einbylishusi asamt 2 konum og 12 bornum. Okkar var bodid i teppalagda setustofu a efstu haedinni og satum thar a pudum sem buid var ad rada medfram ollum veggjum. A einni hlidinni var svo stor bokaskapur med allskyns truarritum a arabisku.
Ibrahim reyndist vera mjog truadur madur og sagdi okkur fra Muhammed, Allah og fjolmorgu sem ad vidkemur Islam. Hann var litill og thybbinn med svart skegg og kollhufu. Gestgjafinn sagdi fra a mikilli innlifun og minnti helst a feitan krakka i nammibud, svo mikil var gledin. Vid hlustudum a af mikilli athygli a medan vid snaeddum gomsaetan heimatilbuinn mat a golfinu. Thad leid ekki a longu thar til ad hann for ad kenna okkur truarjatningu Muslima, thad er adeins einn gud og Muhammed er spamadur hans. Vid forum samviskusamlega med truarjatninguna a arabisku og vorum thvi formlega ordnir muslimar. Naesta skref var ad velja ser ny nofn enda ekkert vit i thvi ad heita kristnu nafni eins og Kristjan eda heidnu nafni eins og Eythor ef madur er muslimi. Nafnabreytingin tok enga stund, Eysi heitir nu Ibrahim (i hofudid a Mullaninum hans) og Kristjan er Mohammed (reyndar vildum vid breyta i dag en thad ma ekki).
Adur en ad vid heldum heim a leid var okkur svo gefin hin heilaga bok, Koraninn, a ensku. Onnur Konan hans (sem vid fengum aldrei ad sja) var svo anaegd med truskipti okkar ad hun aetladi strax daginn eftir i bokabudina ad kaupa handa okkur truarrit a ensku. Vid badum kvoldbaenirnar okkar og logdumst a koddann og sofnudum vaerum svefni.
kvedja,
Ibrahim og Mohammed
Ibrahim asamt leigubilsstjoranum og truarleidtoga okkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2008 | 21:06
5 verstu kaup ferdarinnar
1. Ilmvatnid i Cairo (Egyptaland)
Fyrsta kvoldid i Cairo vorum vid ekki alveg bunir ad fatta hvernig hlutirnir ganga fyrir sig i Egyptalandi. Vinalegur ilmvatnssali baud okkur inn til sin i te, vid akvadum audvitad ad thiggja thad. Eftir ad hafa synt okkur mynd af ser med Muhammed Ali, raett um Island og synt okkur vinabokina sina (thar sem ad allra thjoda kvikindi hofdu skrifad um gaesku solumannsins) var snuid ser ad vidskiptum. Fyrst byrjadi hann rolega, leyfdi okkar ad lykta af hinum ymsu ilmum og sagdi okkur i smaatridum fra innihaldinu. Eins og alvoru randyr fann hann veikasta hlekinn i hopnum, Eythor, og gerdi harda atlogu ad honum. Thegar ad solumadurinn for ad hitna tok hann Eysa ut med ser og raeddi vid hann einslega. Thegar ad their komu inn var Eysi, einu ilmvatni rikari en fullt af peningum fataekari. Eftir thad var stridid tapad. Hinn illi solumadur herjadi a samvisku mina, thetta var sidasta spilid i erminni en thad allra lumskasta og ogedfelldasta. Thegar ad vid gengum ut helt Eysi a ilmvatni handa konunni i obrjotanlegri flosku (alveg satt) og Eg a helmingi minni flosku med godri lykt handa mommu minni (endadi svo a ad gefa belgiskum stelpum hana, sorry mamma).
2. Kjuklingurinn i Hama (Syrland)
Thad vita thad allir sem hafa ferdast um Austurlond naer ad klosettin eru vidsvegar ekki upp a marga fiska. Arabar geta omogulega thekkt tha ljufu anaegju ad lesa bladid eda hugsa um lifid og tilveruna a medan madur gerir tharfir sinar. Thad er nefnilega omurlegt ad kuka i thessar bolvudu holur (sem oftar en ekki eru yfirfullar af haegdum) og ad skola rassinn a ser med gardslongu. Eysi a serlega erfitt med thetta og hefur thegar verst hefur latid sleppt urgangslosun i 4-5 daga. Eitt orlagarikt kvold var honum ordid einstaklega mikid mal en vildi omogulega skita i illa lyktandi Hostelholuna (skil thad vel). Thvi akvadum vid ad skella okkur a agaetis veitingastad til ad nota postulinid. Hvorugur okkar var serstaklega svangur en ju, eitthvad vard ad gera. Vid settumst nidur og pontudum okkur kjukling sem kostadi dagodan pjening. Eythor reid a vadid og gekk inn a kamarinn. Minutu seinna kom hann fram og settist nidur. Klosettid var jafn vont ef ekki verra en Hostel-holan. Thar med satum vid uppi med ogrynni af kjukling en enga list. Audvitad pindum vid hann i okkur enda a tight budget, tha gaetum vid sleppt thvi ad borda morgunmat i fyrramalid. Sagan endar svo daginn eftir thegar ad Stora-E stalst inn a annad herbergi hostelsins sem var med einkapostulinsklosett. Eg stod vord a medan.
3. Landamaerapeningurinn (Jordania)
Allir vita ad landamaeraverdir eru fifl, thad vita thad hins vegar ekki allir ad peningaskiptigaurarnir a landamaerum Syrland og Jordaniu eru erkififl. Vid komumst ad thvi ad eigin raun fyrir orfaum dogum. Thar sem ad vid vorum med fulla vasa af Libonskum peningum fannst okkur frabaer hugmynd ad skipta theim tharna (enda storsnidugt ad eiga Jordanska peninga i Jordaniu). Eg byrjadi ad stokkva med minn pening, rumlega 50.000 Libonsk pund. Fyrir thau fekk eg 25 Jordanska Dinara. Nokkrum minutum sidar for Eysi med sin 100.000 pund og kom aftur himinlifandi med 25 JD. Thvi midur uppgotvudum vid ekki svindlid fyrr en eftir halfa leid inn i Amman.
4. Moskitovornin (Islandi)
Hun gerir ekkert gagn!
5. "Strippstadurinn" i Aleppo (Syrland)
Sidasta kvoldid i Aleppo var klarlega thad eftirminnilegasta. Vid roltum nidur i almenningsgard i nagrenni hotelsins, thar stendur stytta af Assad fyrrv. forseta landsins, gosbrunnur og fleira huggulegt. Gardurinn var trodfullur af heimamonnum (og tha meina eg alveg 17.juni fullur) sem gengu um med vinum, hjoludu a fjallahjolum, satu a bekkjum med fjolskyldunni og reyktu nargileh (vatnspipu) a gangstettarbrunum. Thad var greinilegt ad almenningsgardurinn var stadurINN um kvoldmatarleitid a fostudogum. Hatidarstemmningin var thad mikil ad vbi akvadum ad skella okkur i bestu fotin okkar og fara a adeins dyrari matsolustad en venjulega. Med matnum fengum vid okkur lokal-bjorinn og komumst i godan gir. A leidinni heim saum vid skilti: SUPER NIGHT CLUB. Hmmmm.... Ofur-naeturklubbur? Thad var adeins ein leid ad komast ad thvi af hverju hann var ofur. Vid settumst inn og pontudum okkur meira af Syrlandsbrugginu.
samskipti okkar vid thjoninn voru svona:
Kristjan: One Beer.
Thjonn: One Beer...
Eysi: Make it two!
Thjonn: Two Beers.
Stuttu seinna kom hann med thrja bjora, einn handa mer og tvo handa eysa. Thad vakti strax athygli okkar ad tharna voru kvenmenn med engar slaedur, vid vorum jafnvel ad gaela vid tha hugmynd ad setjast hja theim og spjalla, en akvadum ad bida stundarkorn. Thad leid ekki a longu thangad til ad vid tokum eftir thvi ad allar stulkurnar voru klaeddar einstaklega frjalslega, i mjog stuttum pilsum (jafnvel a vestraenan maelikvara), flegnum bolum og haelaskom. Stuttu seinna baud thjonninn okkur ad setjast hja stelpunum eda ad thaer settust hja okkur, vid afthokkudum bodid pent. Thar sem ad vid erum einstaklega einfaldir og hugsum ekkert nema fallegar hugsanir grunadi okkur ekkert misjafnt, fyrr en vid saum suluna a midju golfinu.- Vid klarudum bjorinn i snarhasti og badum um reikninginn. Svarid sem ad vid fengum var 3000 Syrlensk Pund. Vid reyndum audvitad ad motmaela thessu (enda vaeru 3000 syrlensk pund allt of mikid fyrir bjor a Islandi, hvad tha i Syrlandi). Thjonninn sagdi ad vid vaerum ad borga fyrir syningu. Vid bentum a thad augljosa ad vid hefdum ekki sed neina syningu og vaerum ad fara og thyrftum thvi ekki ad borga fyrir neina helvitis syningu. Hann tok thessi rok okkar ekki gild. Vid akvadum ad gefast upp enda veit madur aldrei hvernig glaepamenn reka svona bullur i Syrlandi. En thar sem ad vid hofdum verid rukkadir fyrir showid gatum vid alveg eins bedid eftir thvi. Thad hofst ad nokkrum minutum lidnum. Stulkurnar donsudu ymiskonar dansa og var mikid lagt upp ur buningunum (ofugt vid hinn hefdbundna nektarstad) og dansatridunum. Syningin var tho ekki frasogum faerandi enda innihelt hun enga nekt og enga sulu. Vid gengum heim i fylu. Engir peningar, engin nekt.
Thetta er adeins brot af theim fjolmorgu atvikum sem ad vid hofum lent i thar sem ad vid hofum verid platadir, feflettir eda gerdir ad fiflum. Vid hofum tho laert ymislegt af hverju atviki. Spyrja hvad hlutirnir kosta, prutta og segja laa shukran (nei takk) svo nokkur daemi seu nefnd.
Bendi aftur a myndasiduna www.flickr.com/photos/krissiogeysi
A.t.h. faerslan er skrifud af Kristjani Gudjonssyni og synir thvi hans hlid a ollum malum, Eythor fekk ekkert um faersluna ad segja
Myndin er tekin af Ryan Runstadler i Petra, Jordaniu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)